ÓRG er sjálft öngþveitið

Punktar

Að svo miklu leyti sem öngþveiti er í þjóðfélaginu, snýst það um Ólaf Ragnar Grímsson. Hann er sjálft öngþveitið. Að öðru leyti er friður, þegar Alþingi er komið í frí. Þjóðin er ósammála um sum langtímamál, kvótann, náttúruna og Evrópu. Skammtímamálin ganga hins vegar sinn vanagang. Samfélagið fann sinn botn eftir hrunið og er að skríða saman aftur. Allir hagvísar eru farnir að þokast upp. Ein undantekning er á þessu: Ólafur Ragnar Grímsson. Hann er öngþveitið, sem hann sjálfur talar um. Hann er ringulreiðin einmitt þar sem friðarstóllinn á helzt að vera. Enda hefur hann áratuga þjálfun í öngþveiti.