Erfiðleikar Evrópu og evrunnar gera Evrópusambandinu kleift að sjá veikleika sína í kastljósi. Aðildarríkin eru of fjölbreytt til að falla öll í sama mót. Sumum hentar ekki evra, til dæmis Grikklandi. Sumum hentar ekki aukinn samruni, til dæmis Bretlandi. Kjarnaríki Evrópu þurfa hins vegar að efla samstarfið, til dæmis með harðari stjórn evrunnar. Þýzkaland er þar fremst í flokki, einnig Frakkland, Ítalía og Holland. Slík ríki eiga að halda fast í evruna og treysta í sessi. Tveggja hraða Evrópa er í burðarliðnum. Ekki má heldur gleyma að koma einhvern tíma upp lýðræði í bandalagi kontóristanna.