Arfavitlaust er fyrirkomulag atkvæðagreiðslu utan kjörstaða í allt of litlu rými í Laugardalshöll. Þar myndast tvær biðraðir, fyrir og eftir afgreiðslu persónuupplýsinga. Síðari biðröðin er í vegi fyrir þeim, sem eru á leið í kjörklefa og til baka. Líka í vegi fyrir þeim, sem eru á leið með atkvæði í kjörkassa. Báðar biðraðirnar eru í vegi þeirra, sem eru á útleið. Skipulagið er allt í kross. Betra væri að leysa þetta línulega í stærra og lengra rými. Láta fólk koma inn um annan endann og fara út um hinn. Í yfirkjörstjórn eru pólitísk kvígildi, sem hafa ekki gripsvit á góðu skipulagi umferðar fólks.