Jón Hákon Halldórsson skrifar undarlega frétt á Visir.is í gær. Þar segir framarlega: “Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fól þremur ráðherrum í gær að hefja stofnun nýju ráðuneytanna. Samkvæmt nýjum forsetaúrskurði er Steingrími J. Sigfússyni […] falið að undirbúa stofnun …” Blaðamaðurinn virðist telja forseta Íslands ákveða ýmis mál og skipa einstökum ráðherrum síðan að framkvæma þau. Í rauninni er forsetinn bara að staðfesta gerðir Alþingis nákvæmlega og án eigin frumkvæðis. Hann fær bunka af skjölum frá Alþingi og skrifar undir þau. Fréttin felur í sér ávísun á misskilning.