Gott er fyrir þjóðina að vita, hvaða fimm hæstaréttardómarar voru tyftaðir af Mannréttindadómstóli Evrópu í morgun. Í öðru málinu voru það Ingibjörg Benediktsdóttir, Garðar Gíslason og Markús Sigurbjörnsson. Í hinu málinu voru það Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Þessir dómarar hafa nú verið gerðir að fífli af alvörumönnum í faginu úti í heimi, þar sem siðmenning hefur ríkt í tvær aldir. Hér hefur dómarastéttin verið í pólitískri herferð gegn fjölmiðlum og almenningi í tvo áratugi. Því hlýtur nú að linna, annars fara öll meiðyrðamál út til Evrópu.