Loksins eiga sumir Íslendingar kost á að borða osta hér heima. Leyft er að taka með sér í flugi til landsins eitt kíló af ógerilsneyddum alvöruosti. Hingað til hafa aðeins verið leyfðir hér gerilsneyddir gerviostar, sem eru bara svipur hjá sjón. Nú geta sumir úðað í sig heimsfrægum gerðum, sem hafa sett Frakkland fremst í röð draumalanda matgæðinga. Íslenzka ostabannið var á sínum tíma innleitt til að spara sóðum fyrirhöfn við hreinlæti. Allar mjólkurvörur eru gerilsneyddar hér, því Íslendingar hafa ætíð verið sóðar. En nú hefur Matvælastofnun tekið séns á, að utanferðafólkið sé að mannast.