Sigurður Ingi Jóhannsson er þingmaður Framsóknar með áhuga á velferð bænda. Vakti athygli í vetur, þegar hann rakti bann Matvælastofnunar við bakstri bændakvenna til reglugerða Evrópusambandsins. Að vísu kom í ljós, að um allt Evrópusamband eru handaverk bændakvenna leyfð á markaði, þótt þau séu bönnuð hér. Nú hefur þingmaðurinn snúið geira sínum að innflutningi ógerilsneyddra osta. Segir þá hættulega heilsu fólks, enda bannaða í Evrópu. Enginn kannast við bannið, því að frægu frönsku ostarnir eru einmitt ekki gerilsneyddir. En varla fer þingmaðurinn að láta staðreyndir þvælast fyrir sér í hagsmunapoti.