Stóri bróðir slær fast í borðið. Innanríkisráðherra segir útilokað að úthýsa Reykjavíkurflugvelli án samþykkis ríkisins. Segir ranglega, að meirihluti borgarbúa vilji halda flugvellinum í Vatnsmýri. Vellinum var einmitt vísað burt í atkvæðagreiðslu. Borgarstjórn er einfær um að lesa hug borgarbúa án aðstoðar Stóra bróður. En staðreyndir flækjast ekki fyrir Ögmundi Jónassyni fremur en öðrum sölumönnum pólitískrar snákaolíu. Lengi hefur legið fyrir, að flugvellinum yrði úthýst árið 2016. Ríkið hefði fyrir löngu átt að finna vellinum nýjan stað. Stóri bróðir getur sjálfum sér kennt um andvaraleysið.