Niðurstaðan er alltaf sú sama, hvernig sem mælt er. Atvinnleysi eða skráð atvinnuleysi eða meint atvinnuleysi hefur minnkað ört síðustu tvö ár. Hvort sem menn taka brottflutta eða aðflutta með í reikninginn. Vinnumálastofnun segir það vera komið niður í 4,8%. Hvort sem menn trúa því eða ekki, þá er staðreyndin sú, að það hefur minnkað verulega. Er þá mælt á sama hátt í bæði skipti. Vilji menn frekar trúa mælingum Hagstofunnar, hafa tölur tímabilsins lækkað á sama hátt. Samt er engin verktaka í stóriðju, jarðgöngum, vegagerð, hátæknispítala né öðrum ofsadýrum gæluverkefnum, sem lýðskrumarar heimta.