Fákænska Alþingis

Punktar

Hafi Alþingi ekki getað orðað ákvörðun sína um þjóðaratkvæði um stjórnarskrá 20. október, er það meira en handvömm. Verði Alþingi að koma saman til að skera úr um, hvort 20. október gildi, verður það enn einu sinni að athlægi. Og lítt dugar að gefa sér, að Hæstiréttur muni ekki ógilda þjóðaratkvæði af tæknilegri ástæðu. Sællar minningar ógilti hann áður þjóðarkosninguna um stjórnlagaráð. Þóknist Hæstarétti aftur að gleðja Sjálfstæðisflokkinn, mun hann gera það. Bezt er að ákveða nýjan dag, sem yrði þá skýr og skotheldur. Jafnframt þarf stjórnarliðið að taka sér tak, séu þar einhverjir ekki fífl.