Ágirnd og græðgi

Punktar

Ein af dauðasyndunum er græðgi og önnur er ágirnd. Munurinn er, að græðgi snýst um mat, en ágirnd snýst um peninga. Hér á landi er orðið græðgi oft notað um hvort tveggja. Ég er sekur um það eins og sumir fleiri. Við höfum okkur það til afsökunar, að við erum að tala um mjög hátt og alvarlegt stig ágirndar. Okkur finnst orðið ekki ná yfir viðþolsleysi þeirra, sem kölluðu hrun yfir þjóðina. Þannig höfum við notað hugtakið græðgi sem hástig af hugtakinu ágirnd. Raunar vil ég losna úr þessum misskilningi, taka upp rétta orðið. En þegar til kastanna kemur, finnst mér betra að tala um græðgi.