Orrahríð ímyndana

Punktar

í fyrra sættum við langri orrahríð fjölmiðla og samtaka óráðsíumanna undir tunnuslætti á torgum. Tugþúsundir fjölskyldna eru sagðar fara á vonarvöl vegna skulda. Sannleikurinn er annar. Níu af hverjum tíu greiða skuldir eðlilega. Sumir með lækkun höfuðstóls, lengingu lánstíma eða greiðslujöfnun. Úrræðin eru að virka og hafa virkað um skeið. Vandinn, sem fjölmiðlar og óráðsíumenn og tunnuslagarar básúnuðu, er bara fá prósent. Okkur vantar ekki endalaus úrræði, heldur lyklalög og mannleg gjaldþrotalög. Engan skal undra, þótt ekki komist allir klakklaust frá einstæðu hruni bankanna og krónunnar.