Ef við göngum í Evrópusambandið, lækka og hverfa tollar á mat. Í staðinn fær landbúnaðurinn heimskautastyrki. Matarverð mitt lækkar um 15-20%, sem ræður úrslitum um hag fjölskyldunnar. Um leið batnar vöruúrval áþreifanlega. Líka lækka vextir verulega strax og síðan meira, þegar við tækjum upp evru. Úr sögunni verða séríslenzkir ofurvextir eins og ýmis önnur íslenzk vitleysa. Viðskiptakostnaður fyrirtækja lækkar verulega og hagur fyrirtækja batnar. Erlendar fjárfestingar aukast og atvinna eflist þar með. Evrópskar framfarir munu eiga greiðari og hraðari leið inn í hina ömurlegu stjórnsýslu Íslands.