Sjálfstraust fréttabarna

Punktar

Íslenzkukunnátta nýjustu fréttabarnanna er þessi: “Hann kom eins og þjófur úr heiðskíru lofti. Hann kom eins og þruma á nóttu. Hann kom eins og elding úr sauðaleggnum.” Þau þekkja ekki gömul spakmæli. Þau rugla tíðum, föllum og kynjum. Hafa setningar svo langar, að í síðari hlutanum muna þau ekki, hvað þau sögðu í fyrri hlutanum. Einkum elska þau þó klisjur, einkum nýlegar klisjur úr íþróttaheimum. Ekkert af þessu er þó eins alvarlegt og sjálft sinnuleysi þeirra um íslenzkt mál. Hroki þeirra er svo eindreginn, að þau telja sér alla vegi færa. Eindregið sjálfstraust er banabiti fréttabarna.