Þrír jafnir þriðjungar

Punktar

Það einfaldar fyrir mér heimsmyndina að skipta þjóðinni í þrjá jafna flokka. Þriðjungur kýs Flokkinn, annar þriðjungur kýs hina fjórflokkana, sá þriðji er opinn fyrir öðru. Kosningar snúast um að krækja í síðasta þriðjunginn. Sjálfstæðismönnum verður ekki rokkað, þeir kjósa Flokkinn, þótt upp kæmist um mannát leiðtoganna. Kjósendur hans hindra uppgjör þjóðarinnar við gerðir flokksins. Þeir eru plága okkar. Síðast kræktu hinir fjórflokkarnir í mikið af opnu kjósendunum. Hafa spilað illa og misst það fylgi út í óvissuna. Í næstu kosningum verða færi fyrir nýja flokka að gramsa í þriðjungi kjósenda.