Var í tvær vikur á fjöllum í fríi frá fésbók. G3 sambandið á farsíma er svo lélegt á öræfum, að ég náði bara sambandi við léttar síður. Gat bloggað, því að svæði mitt er einfaldur gagnagrunnur með leitarvél. Gerir bara ráð fyrir texta, ekki myndum, skrauti eða öðrum fiffum. Fésbók er hins vegar afar þung á neti, full af óþörfu rusli. Saknaði hennar lítið, byrja samt á henni aftur núna, kominn til byggða. Þar eru vinir og kunningjar og ekki síður þeir, sem einkum vilja andmæla texta mínum. Þeir eru mér mikilvægir, þótt ég veiti fá andsvör. Tek bara þátt í umræðu, þegar hún gefur gott tilefni til rökræðu.