Endurnýjaði kynni mín af hestaferðagarpinum Hjalta Gunnarssyni á Kjóastöðum. Fór með honum með rekstur hrossa fram og til baka um Kjöl til Skagafjarðar. Eins og ég fór með honum fyrir aldarfjórðungi. Þá vorum við hjónin að stíga okkar fyrstu skref í slíkum ferðum og ég lærði mikið af honum. Við áttum þá fáa hesta og vorum upp á verktaka Íshesta og Eldhesta komin. Lærði þá mest af Bjarna Eiríki Sigurðssyni á Torfastöðum. Síðan eignuðumst við fleiri og betri hesta og fórum í ferðir með Fáki. Loks varð ég leiðsögumaður hópa og fararstjóri. Nú erum við orðin gömul, farin að fljóta með verktökum að nýju.