Grunsamlegt eða ruglað?

Punktar

Kaupi ekki þau rök, að kínverskur Nubo megi ekki eignast 300 hektara land á Grímsstöðum á Fjöllum. Engan Íslending veit ég ásælast land í Kína. Sé ekki, að nein gagnkvæmni komi þessu máli við. Fullyrðingar um annarleg sjónarmið að baki eru ekki trúverðugar, allra sízt tenging við Norðurhafa-siglingar. Þær flokkast undir vænisýki. Hins vegar eru hugmyndir Nubo um nýtingu lands nánast óðs manns æði. Ljótt væri af gráðugum Húsvíkingum að reyna að hafa fé af rugluðum Kínverja, er vill brenna kínverskum peningum á Íslandi. Hingað til hefur þó ekki verið til siðs hér að hafa vit fyrir fjárglæframönnum.