Verkaskipti manns og hests biluðu, er við ultum í vor, ég viðbeinsbrotnaði. Fór að hugsa um fótaforráð hesta og varð hræddur. Vont er að vera hræddur, óttinn nagar og lamar. Þannig eru margir kjósendur, hræddir um vinnu sína og framtíð. Sjómenn og þorpsbúar slefa sem hundar utan í kvótagreifa, er skrúfa fyrir vinnu að vild. Var sjálfur aldrei hræddur í starfi, enda oft rekinn. Ógerlegt er að starfa sem hræddur ritstjóri, óttinn nagar og lamar. Til að sigrast á óttanum um beinbrot fór ég í ferð með hrossarekstur yfir grjót og urðir á Kili og náði aftur hugarró þess, sem ekki óttast um framtíð sína.