Þjóðremba sigraði í forsetakosningum ársins. Ólafur Ragnar Grímsson er meira en nokkru sinni fyrr baðaður í þjóðrembu. Pólitíkusar eru þegar að draga af þessu lexíu. Sumir eru þjóðrembdir að eðlisfari, svo sem Ögmundur Jónasson. Aðrir af hagkvæmni, svo sem Árni Johnsen. Formenn bófaflokka hrunsins munu vefja sig fánanum og kyrja þjóðsönginn. Slíkt hefur löngum verið dulargervi pólitískra bófa og er enn. Hagkvæmast er að strjúka þjóðinni, meðan hún er rænd og rupluð. Við munum sjá það í næstu þingkosningum og forsetakosningum. Umboðsmenn kvótagreifa munu í auknum mæli hafa sitt fram í skjóli þjóðrembu.