Ari segir satt

Punktar

Ari Teitsson verður seint sakaður um að vera Samfylking, Evrópusambandið eða IceSave. Var formaður Bændasamtakanna og orðaður við Framsókn. En síðast var hann varaformaður Stjórnlagaráðs. Gagnrýnir nú forseta Íslands, Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn fyrir ómálefnalegan mótþróa gegn breyttri stjórnarskrá. Segir: “Þeir eiga það sameiginlegt, sem gagnrýnt hafa tillögurnar, að hafa ekki komið með hugmyndir um, hvernig hlutirnir ættu að vera í staðinn.” Þeir fýldu gleyma oft, að málið byrjaði hjá þverskurði þjóðarinnar á Þjóðfundinum og að Stjórnlagaráðið var EINRÓMA sammála um tillögu að nýrri stjórnarskrá.