Bankar í tómu tjóni

Punktar

Ríkið hefur ekkert fengið fyrir að afskrifa hálft þúsund milljarða hjá bófum landsins. Bankarnir hafa ekki verið látnir innleysa kvótann, sem bófar stálu og veðsettu síðan. Bófarnir notuðu lánsféð ekki til að endurnýja útgerð eða fiskvinnslu. Heldur brenndu þeir því ýmist í útrásarrugli eða komu því fyrir á aflandseyjum. Bankarnir hafa heldur ekki verið látnir tryggja hagsmuni sína, því að í ljós hefur komið, að bófarnir eiga falið fé. Þetta fé hefðu bankarnir átt að klófesta. En þeir hafa lokað augunum fyrir þessu og þar á ofan talið sér trú um, að sannanlegir óráðsíumenn reki fyrirtæki manna bezt.