Svarti kassinn dýri

Punktar

Ekki er hægt að ætlast til, að menningarhús á borð við Hörpu standi undir sér. En eitthvert hóf verður að vera á tapi þeirra. Harpa tapar á þessu ári 407 milljónum króna, sem er alltof mikið. Flottræfilsháttur hefur einkennt reksturinn frá upphafi. Munið til dæmis opnunarhátíðina. Stjórn hússins er skipt á margar rekstrareiningar til að gefa sem flestum silkihúfum færi á að mjólka reksturinn. Fyrir mér er þetta ofurljótur risakassi í svörtum lit útrásarársins 2007 með ljósadýrð að hætti Las Vegas. Þarna ætti að standa hálfbyggð rúst í anda Gedächtniskirche í Berlín til minningar um sukköldina.