Últra hægri háskóli

Punktar

Sjálfstæðisflokkurinn hefur hertekið eina af stofnunum Háskóla Íslands. Rannsóknasetri um nýsköpun og hagvöxt er stjórnað af innvígðum og innmúruðum sjálfstæðismönnum. Setrið hefur sett sér það verkefni að bjóða ellefu últra hægri mönnum að flytja erindi á þremur ráðstefnum. Í öllum tilvikum eru þau einhliða áróður á sjúkasta hægra kantinum. Öðrum sjónarmiðum er ekki hleypt að. Ég skil ekki, hvaða erindi Háskóli Íslands á í þetta samhengi. Ekki til þess fallið að draga úr alkunnri vanvirðingu skólans. En það er um leið gott dæmi um, að Sjálfstæðisflokkurinn er enn við völd úti um allt ríkiskerfið.