Sjónvarpið hreinsað

Punktar

Hægri stjórnin á Spáni er að hreinsa gagnrýni úr ríkisútvarpi og -sjónvarpi landsins. Hefur neytt Ana Pastor, beztu sjónvarpskonu Spánar, til að segja af sér. Stýrði áður Les Desayunos, sem samsvarar Kastljósi hér. Var sett á hliðarspor, fékk ekki verkefni. Hafði spurt pólitíkusa of erfiðra spurninga. Áður hafði stjórnin losað sig við Fran Liorente og Pepa Bueno, sem höfðu stundað sjálfstæða fréttamennsku. Í staðinn hefur ríkisstjórnin komið sínum strengbrúðum að, eins og Framsóknarflokkurinn reyndi hér um árið. Julio Somoano gegnir þar hlutverkinu, sem Auðun Georg Ólafsson átti að gegna hér.