Samgöngur á Suðurlandi batna við fyrirhugaða Ölfusárbrú austan Selfoss. Þá sparar fólk tíma, þarf ekki lengur að hægja á sér á Selfossi. Umferðaröryggi Selfyssinga batnar við að losna við gegnumumferð úr bændum. Stórverzlanir gæta hagsmuna sinna með því að sameinast í nýjum verzlunarmiðstöðvum beggja vegna Selfoss. Smáverzlanir á Selfossi missa hins vegar af viðskiptum við ferðamenn og munu týna tölunni. Bærinn verður þá miklu minna í þjóðbraut en nú. Það er bæði kostur og galli. Líf og fjör og tekjur fylgja gegnumumferð, en jafnframt aukinn hávaði, veikara umferðaröryggi og rýrari bæjarmiðja.