Brú inn í Blábjörg

Ferðir

Borgarfjörður eystri er afskekktur með frábærum fjöllum, hvar líparít slær í gegn. Þaðan liggur eina leiðin í rómaðan Loðmundarfjörð, sem fáir þekkja. Tröllavegur um brattar brekkur, en ætti að vera öllum jeppum fær, sé varlega farið. Fann nýtt gistiheimili í miðbænum, í gamalli fiskvinnslu við bryggju, kaupfélag og benzínstöð. Í Blábjörg er gengið um brú á endurnýjaða efri hæð. Hreinlegt tveggja manna herbergi, með fínasta baði úti á gangi, á 12.900 krónur nóttin. Að inniföldum einföldum morgunmat, sem ég bætti með trópí úr kaupfélaginu. Frábært var útsýni um haf og fjöll, jafnvel af klósettsetunni.