Nærri fjögur ár eru frá hruni. Ríkisstjórnin hefur lifað rúm þrjú ár, hefur markað spor sín. Við vitum, hvað hún hefur gert og ekki gert, vel eða illa. Vitum, að hún fylgir leyndarstefnu fortíðarinnar. Vitum, að hún endurreisti bankana í þeirra fyrri spilltu mynd. Vitum um langa röð framfaramála, sem hún heyktist á, einkum vegna málþófs bófa á Alþingi. Að öllu þessu vituðu ætti að vera hægur vandi fyrir ný framboð að staðsetja sig í pólitíkinni. Gegn spillingu og leynd. Nýjum framboðum hefur samt ekki tekizt að selja sig kjósendum. Því er meira en lítið athugavert við framboðin og/eða kjósendur.