Bloggið er bezta uppfinning veraldarvefsins. Enginn á bloggið, það er bara aðferð. Bloggið hefur líka batnað mikið við að minnka. Horfnir eru margir, sem lítið voru lesnir og eiga betur heima í persónumiðlum eins og fésbók. Hún er líka frábær, en hún er fyrirtæki, í eigu hluthafa. Þar eru teknar ákvarðanir, sem hefta notendur. Enn er samt fésbókin bezti persónumiðill í heimi. Fyrir mér er bloggið ræðupúlt og fésbókin kaffihús. Í púltinu flytur fólk ræður sínar og ræðir þær síðan á kaffihúsinu. Umræðan á kaffihúsinu er undir nafni. Frábært samspil bloggs og fésbókar færir okkur betri heim.