Ríkisstjórnin getur sent Evrópusambandinu svohljóðandi bréf. “Að undanförnu hafa verið sviptingar í Evrópusambandinu, einkum um evruna. Við viljum bíða eftir, að staðan verði rólegri. Og ljósara verði, hvert sambandið stefni á næstu árum. Í millibilsástandinu er eðlilegt að setja viðræður um aðild Íslands á ís. Við getum þó fallizt á að ljúka viðræðum um þá kafla, sem ekki valda ágreiningi, svo að þeir séu frá. Í framhaldinu verður það svo hlutverk íslenzku þjóðarinnar að ákveða, hvort og hvenær viðræður verða teknar upp aftur þar sem frá er horfið. Virðingarfyllst, Jóhanna Sigurðardóttir.”