Akureyri hefur farið aftur, þótt bæjarstæðið sé alltaf jafn flott. Friðrik V er flúinn á Laugaveginn og fátt eftir um fína drætti í veitingum. Fiskbúðin góða er hætt vegna óbeitar heimamanna á ferskum fiski. Skrítið, að 20.000 manna kauptún hafi hvorki fiskbúð né fínt veitingahús. Þar er þó bakarí og Bautinn hefur staðið fyrir sínu í fimmtíu ár. Kjötborð Hagkaupa er lítils virði og fiskihorn þess skartar nokkrum gömlum fiskibollum. Meira að segja Eymundsson er svipur hjá sjón, netsamband hans er daufara en á Kili. Feginn ég að komast aftur í bleikju og flott netsamband í Dalakofanum í Reykjadal.