Langvinn aðför

Punktar

Í árbók Ferðafélagsins 2012 um Skagafjörð er ljósmynd af skrítnu málverki. Sýnir Sighvatsfeðga horfa á breiðfylkingu Árnesinga og Skagfirðinga þeysa yfir Héraðsvötn eins og bæjarlæk. Í bókinni er margsagt, að fjölmenn aðförin hafi komið feðgunum á óvart. Veruleikinn var annar. Héraðsvötn voru ætíð vatnsmikil og breið jökulsá. Yfir slíkar ár fara menn gætilega. Einn og einn í halarófu til að missa ekki vaðið. Er 1600 vopnaðir menn ríða á vað, tekur óratíma að koma öllum yfir. Feðgarnir á Örlygsstöðum horfðu tímunum saman á aðförina. Lamaðir af forlagatrú gleymdu þeir að taka skildina af klökkum.