Ríkiskaup hefur verið staðið að lögbrotum í þágu Icelandair. Tók tilboð þess fram yfir tilboð Iceland Express, sem var langtum hagstæðara. Ríkiskaup voru stofnuð til að lækka birgjakostnað ríkisstofnana. Í staðinn eru stunduð þar umboðssvik að hætti ítalskra mafíuvina. Í alvöruríki, svo sem á Norðurlöndum eða í Þýzkalandi, væri umsvifalaust búið að reka yfirbófa Ríkiskaupa. Svo og aðra þá bófa, sem komu að hneykslinu þar. Ekki gengur lengur, að ríkisbófar gangi erinda hagsmunaaðila úti í bæ á kostnað ríkisins. Og nú verður ríkið þar á ofan að greiða Iceland Express skaðabætur. Hvar er ríkisstjórnin núna?