Ekki var það vegna greindar, sem Hermann Guðmundsson var ráðinn á ofurkaupi við að skipuleggja aðild N1 að verðsamráði olíufélaganna. Heldur var hann talinn búa yfir nægri siðblindu til að komast í efsta lag yfirstéttarinnar. Frægur varð Hermann fyrir að boða kennslu handa bókaútgefendum við að gefa út metsölubækur. Bækurnar, sem hann gaf út, seldust bara alls ekki. Hann hefur nú enn orðið frægur af að viðurkenna sígilt verðsamráð olíufélaganna. Sér hafi borið “skylda til að virða ákveðið ástand sem var á markaðnum”, svo notað sé hans frábæra orðalag. Þar með viðurkenndi hann tilgang starfs síns.