Gæluverkefni í frysti

Punktar

Fagnaðarefni er, að Vilhjálmur Egilsson og Samtök atvinnulífsins vantreysta ríkisstjórninni til gæluverkefna. Tvöföldun þjóðvega hafi ekki gengið eftir, ekki samgöngumiðstöð, hátæknispítali eða fangelsi. Vaðlaheiðargöng séu eina verkið í gangi. Allt saman gæluverk handa verktökum í náðinni og um leið byrði á þjóðarhag. Vaðlaheiðargöng eru gæluverk, sem byggist á gamalkunnu samsæri verkfræðinga og hagsmunaaðila um fölsuð excel-skjöl. Sé það rétt hjá Vilhjálmi, að ríkisstjórnin dragi lappirnar í gæluverkefnum, er það merki um, að hún verndi velferðina. Enda er atvinna næg. Guð láti gott á vita.