Ákærur birtast ekki

Punktar

Ég hef vaxandi efasemdir um, að sérstakur saksóknari, Ólafur Hauksson, sé enn á lífi. Margoft fullyrti hann, að ákærur gegn bófum hrunsins séu alveg að koma. Jafnoft hefur þetta ekki gengið eftir. Í maí 2010 boðaði hann ákærur gegn Kaupþingsbófunum í næsta mánuði. Þær hafa ekki komið fram enn, tveimur árum síðar. Þetta er ekki í lagi, engan veginn í lagi. Hræddur er ég um, að málatilbúnaður hans falli á tíma. Dómarar þurfa bara mjóa þvengi til að vísa málum frá vegna seinagangs og af öðrum tæknilegum ástæðum. Kannski liggur ríkissaksóknari á málunum til að ónýta þau. En staðan er skelfileg.