Þriðja tilraun boðuð

Punktar

Þriðju atlöguna að smálánum á að gera á Alþingi í haust. Í tvígang á þessu kjörtímabili hefur lagafrumvarp um þau dagað uppi á Alþingi. Hugsanlega hafa þau verið of illa unnin í ráðuneytinu, slíkt er of algengt. Líklegra er þó, að lítill áhugi hafi verið á þingi. Algengt er, að pólitíkusar belgi sig út, en loftið leki út, þegar kemur að alvöru málsins. Óvíst er, hvort frumvarpið verður forsvaranlega undirbúið að þessu sinni. Ennfremur er óvíst, hvort hugsjónir þingmanna ná svo langt, að þeir geri frumvarpið að lögum. En gott væri, að þeir frestuðu aðeins sjálfshólinu í bili, fram að atkvæðagreiðslu.