Verkfræðingar og gráðugir sveitarstjórnamenn eru eitruð blanda. Rottuðu sig saman í nefnd Skipulagsstofnunar um landsskipulagsstefnu. Hún á að taka við af Svæðisskipulagi miðhálendisins. Tillaga þeirra hefur nú verið kynnt og gerir ráð fyrir óbreyttu tillitsleysi í garð náttúrunnar. Í kjölfar hennar er Skipulagsstofnun farin að veita rannsóknaleyfi kruss og þvers um víðerni landsins. Ófaglegt gerræði verkfræðinga og gráðugra sveitarstjórnamanna þarf að stöðva. Ætlunin er að leggja frumvarp um málið fyrir Alþingi í haust. Nú ríður því á, að hugsandi fólk taki fram fyrir hendur eitraðra verkfræðinga.