Ekki til siðs í sveitinni

Punktar

Dulmál og tal í gátum er fylgifiskur þjóðfélags, þar sem aldrei má segja sannleikann á íslenzku. Á Héraði kvarta menn um, að veiðimenn noti flugvélar til að smala hreindýrum til slátrunar. En þeir nefna engin nöfn, það er víst ekki til siðs í sveitinni. Örn Þorleifsson í Húsey kærir ekki einu sinni til lögreglunnar. Fyrir bragðið halda leiðsögumenn þessu athæfi áfram. Nær er að tala íslenzku og segja, um hverja sé verið að tala. Þá þarf ekkert dómsmál, heldur verða leiðsögubófarnir útlægir gerðir í samfélagi veiðimanna. Dulmál, væl í gaupnir sér og tal í gátum er þjóðarlöstur, bara stuðningur við bófa.