Nokkrir framámenn ferðabransans leggja til, að gefinn verði út náttúrupassi, sem veiti aðgang að perlum landsins. Í staðinn vilja þeir losna við hækkun á virðisaukaskatti á gistingu. Rökstuðningur þeirra er ekki sannfærandi, enda er hann fyrst og fremst gagnsókn í skattamálinu. Vaskur á gistingu á að vera hinn sami og á allri framleiðslu, verzlun og þjónustu. Mér finnst það ljóst. Væntanlega skilja erlendir túristar það eins vel og 5000 króna náttúrupassa. Hert eftirlit með gistingu ætti að tryggja, að allir gistisalar sitji við sama borð. Náttúrupassana má svo gefa út fyrir farþega skemmtiferðaskipa.