Helgarblað DV barst mér af himnum ofan norður í auðnina. Persónubylting Árna Páls er skúbb dagsins. Farinn er bankavinurinn bezti, er hindraði siðvæðingu nýju bankanna og samdi frumvörp um svipugöng skuldunauta þeirra. Í staðinn er kominn aðgerðasinni og byltingamaður að langfeðgatali, er skrifar greinar um, að gera þurfi allt sem hann gerði ekki sem ráðherra. Farinn er fægður kvikmyndasjarmör frá 1990 og kominn grásprengdur skeggjúði kvikmynda ársins 2010. Almannatenglar hafa endurskapað Árna Pál frá grunni. Umskiptingur hét þetta í þjóðsögunum. Gæti hæglega orðið fínn formaður Sjálfstæðisflokksins.