Með því að hætta vörninni í lyfjamálinu viðurkennir Lance Armstrong að hafa ítrekað unnið Tour de France með lyfjasvindli. Rothögg fyrir hjólreiðar sem íþrótt, kemur í kjölfar annarra mála af þessu tagi. Verst við málið er, að margir vissu um svindlið, en héldu því leyndu, þar á meðal ráðamenn í Tour de France. Verður sú keppni áfram haldin? Sjá menn ekki við lyfjasporti fyrr en eftir á? Jámennskan kringum Armstrong var svo sterk, áróður svo þungur, auglýsingabransinn svo magnaður, að menn, sem vissu betur, fengu glýju í augun. Of margir höfðu hagsmuna að gæta og dollararnir réðu því ferðinni.