Rafbækur á sigurbraut

Punktar

Erlendis er sala rafbóka komin upp í sölu pappírsbóka og reynist vera hrein viðbót við bókamarkaðinn. Fela þannig í sér endurreisn bóka sem afþreyingar. Eru þar líka lágt verðlagðar. Fela í sér sáralítinn umbrotskostnað, engan pappírs-, prent og dreifingarkostnað, bara markaðs- og höfundarkostnað og vask. Á Íslandi hafa bókaútgefendur ekki áttað sig og setja of hátt verð á rafbækur. Mun fresta endurreisn bóklestrar hér. Með því að stilla verðinu í hóf fæst fólk til að fallast á eðlislægt verðgildi rafbóka, 50-50 til útgáfu og höfundar. Sem ekki tókst í tónlist og bíómyndum, þar ríkja sjóránin.