Framvinda rembunnar

Punktar

Mér verður illt af að lesa rembu Steingríms J. Sigfússonar í erlendum miðlum um, að útlendingar geti lært af Íslendingum. Ný útgáfa af sömu rembunni og tíðkaðist hér á efri árum ríkisstjórnar Geirs H. Haarde. Þá fullyrtu fólin, undir forustu Ólafs Ragnar Grímssonar yfirrembu, að Íslendingar væru beztir í heimi. Þetta var orðið mjög sjúklegt, þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði erlenda fræðimenn þurfa að fara í endurmenntun, ef þeir skildu ekki yfirburði Íslendinga. Sannleikurinn er þessu víðsfjarri, Íslendingar eru þjóðrembdir og fáfróðir eyjarskeggjar, sem ekki virðast læra af reynslunni.