Íbúðalánasjóður liggur eins og ormur á gulli, rekur þúsund auðar íbúðir án þess að reyna að selja eða leigja. Tilgangurinn er að stuðla að hækkun verðs á íbúðunum. Á sama tíma reynir sjóðurinn að kría út fjórtán milljarða frá eiganda sínum, ríkinu. Það er tap sjóðsins, rosaleg fjárhæð, ofar mannlegum skilningi. Vitlegra væri að láta ríkið í friði og reyna að koma íbúðunum í verð. Sjóðurinn hefur ítrekað þurft að fá peninga úr ríkissjóði, sem hefur ekki efni á slíkri gjafmildi. Og tilgangurinn er að falsa íbúðamarkaðinn í óhag þeim, sem vilja kaupa íbúðir eða taka þær á leigu. Það gengur ekki upp.