Siga bófum á þjóðina

Punktar

Ýmsir aðstandendur hrunsins hafa skipt um vettvang. Reka ekki sömu fyrirtæki og áður eða starfa ekki hjá bönkum. Virðist eðlileg afleiðing af illu verki þeirra fyrir hrun. Ég hef ekki heyrt rök um, að slíkt fólk þekki á fjármál. Þvert á móti er nánast öllum ljóst, að útrásarvíkingar kunna ekki með fé að fara. Meðaljóninn kann það betur, það sýnir reynslan. Samt eru bankastjórar og aðrir stjórnendur banka á öndverðri skoðun. Ráða bófana til mikilvægra starfa í bönkunum. Eða afskrifa skuldirnar og afhenda þeim fyrirtækin aftur. Galnir bankastjórar, bankasýslu- og bankaeftirlitsmenn siga bófum á þjóðina.