Glósurnar samdi ég vegna fyrirlestra minna í námskeiðum í blaðamennsku við Háskólann í Reykjavík árin 2006-2008.
Að mismiklu leyti ná þær til efnis úr erlendum kennslubókum, sem nemendur keyptu. Í bland er mismikið efni frá mér, mest í fyrirlestrum um textastíl.
Þeim var í upphafi varpað af skyggnum á tjald í kennslutíma og birtust þær einnig á vefsvæði námskeiðanna. Þær hafa nú verið uppfærðar til birtingar á vefsvæði mínu.
Þær eru stuttar og gagnast bezt fólki í próflestri. Bezt er að lesa sjálfar kennslubækurnar, þær fást á Amazon. Öðrum þræði eru glósurnar kynningar á þeim.
Vinsamlega sendið athugasemdir til: jonas@hestur.is