Lin verkstjórn

Punktar

Vegna fyrri reynslu af verkstjórn á Alþingi tel ég hættu á, að stjórnarskrá nái þar ekki fram að ganga. Í fyrravetur kom margoft í ljós, að verkstjórar stjórnarmeirihlutans kunnu ekki til verka. Mál komu of seint fram og sátu of lengi í nefndum. Látið var viðgangast tuga klukkutíma málþóf um formsatriði, svo sem um fundarstjórn. Fari stjórnarskráin þessa leið og dagi loks uppi í tímahraki, verður að draga verkstjóra Alþingis til ábyrgðar. Það er forseta Alþingis og nefndarformenn. Óbærilegt væri að fá ekki að kjósa um fullgerða stjórnarskrá samhliða alþingiskosningum að vori. Hafið því stjórn á bófunum.