Bófarnir á jaðarinn

Fjölmiðlun

Eindreginn meirihluti með tillögum að nýrri stjórnarskrá er eindregið tap Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson hvatti flokksfólkið til að hafna stjórnarskránni. Herhvöt hans fékk bara 17% fylgi. Bófaflokkurinn er orðinn að jaðarstofnun í samfélaginu. Sömuleiðis fjölmiðlarnir, sem reyndu að veita þjóðaratkvæðinu sem minnsta athygli. Birtu til dæmis enga skoðanakönnun um fylgið, þótt vani sé að birta margar í aðdraganda kosninga. Ríkisútvarpið er í hópi taparanna. Sérhagsmunaöfl og fjölmiðlar töpuðu kosningunum. Þjóðin reis upp og mun fá að greiða atkvæði um endanlega stjórnarskrá næsta vor.