Græni kastalinn

Ferðir

Sendiráð Íslands í Berlín er hluti af framúrstefnulegum kastala Norðurlanda. Einn fjölmargra minnisvarða bæjarins um arkitekta. Saladínskur kastali með skotraufum og litlum turnum milli djúpra og líflausra gljúfra. Öðrum þræði minnisvarði um gegndarlausan kostnað við smíði minnisvarða um arkitekta, minnir á Perluna. En óneitanlega auglýsir hann tilveru Norðurlanda, því að strætó-biðstöðin við húsið heitir “Nordische Botschaften”. Kastalinn er til sýnis fyrir almenning og þangað liggur straumur nemenda úr skólunum. Þrátt fyrir alla galla er græni kastalinn vel heppnuð almannatengsli Norðurlanda.